Surf

Her sit eg og velti tvi fyrir mer hvort eg eigi fremur ad blogga eda fa mer eitthvad ad borda tar sem hungur mitt eykst med hverri minutunni og a eftir tarf eg ad maeta i tima. Sem eg neeeennnniii ekki ad gera tar sem teir timar flokkast med teim allra leidinlegustu sem eg hefi nokkru sinni setid (barattan um tann titil er hord). Tad versta er ad tad mun vera nemendafyrirlestrar med uttrodnum glaerum og folki sem veit ekki um hvad tad er ad tala en tykist vita tad med notkun fagurra orda... Hvi skropa eg ekki, spyrja maske sumir... Ju, eins freistandi og tad er ta er umraedutimi beint a eftir, sem frammistada okkar mun metin a og tarf madur vist ad maeta visst oft i ta.

 En nog um tad... Um helgina profadi eg ad sorfa! Svo nu skil eg hvad folki finnst skemmtilegt vid tad. Ad visu nadi eg bara tveimur oldum, en tad gengur bara betur naest. Eftir tad fylltist strondin af jellyfish (sem eg hef verid ad reyna ad muna i nokkra daga hvad er a islensku, adstod oskast), svo eg eyddi ekki miklum tima i sjonum.

Hvad annad? Timinn flygur herna, tratt fyrir ad mer finnist hann mest allur fara i eitthvurt hangs. Nu er formlega komid haust og var klukkunni tvi breytt i gaer. Eg gleymdi hins vegar ad breyta klukkunni a simanum minum og vaknadi tvi klukkutima of snemma i morgun. Ojaeja.


Hin vikulega bloggfaersla

Tad er maske kominn timi til ad tja sig eitthvad her. Eg er buin ad vera a fullu ad skrifa ritgerd i allan morgun um hormungar assimilation stefnunnar a lif frumbyggja her a landi. Ritgerdin gengur to furdu vel midad vid ad hun skuli skrifud a hinu uppskrufada tungumali Engilsaxa. En eg hef kannski agaetis reynslu af uppskrufudum malum hvort ed er.

Annars stundadi eg somu athafnir og hun Ketilsnot um tessa helgi, tad er ad sofa uti vid og vera bitin af moskitoflugum. Eg og Jon felagi minn akvadum ad fara ut ur borginni til ad sja eitthvad annad til tilbreytingar og vard Wollongong fyrir valinu, tar sem mer fannst nafnid fegurra en Newcastle og hun er i vidradanlegri fjarlaegd. Er tangad var komid reyndist Wollongong indaelis litil hafnarborg, med snoturri strond tar sem passlega fair voru a reiki en to nogu margir til ad hafa strandvord (eg held eg haetti mer ekki i sund medal hakarlanna nema einn slikur se til taks). Ef litid var til nordurs blasti vid hinn fegursti tangi med vita. Ef litid var til sudurs hins vegar blasti vid eydilegging mannanna med reykspuandi verksmidjum. Algjorlega typiskt. En tad var altent haegt ad horfa i hina attina og reyna ad gleyma ad verksmidjurnar vaeru tarna. Upphaflega var planid ad finna gistiheimili, en tegar vid vorum komin tangad nenntum vid tvi eiginlega ekki og akvadum i stadinn ad sofa a strondinni tar sem vedrid var gott og auk tess var tad okeypis. Sem hefdi ef til vill verid betri hugmynd ef vid hefdum haft med okkur teppi edur svefnpoka tar sem sidar um kveldid tok ad blasa af hafi. Vid akvadum tvi ad faera okkur i skjol kletta, edur inn i halfgjoran helli, tar sem for agaetlega um mig tvi eg hafdi alltent haft med mer hlyja peysu (vitanlega, madur tarf alltaf ad vera vidbuinn kulda). Hins vegar svaf eg ekkert gridarlega vel tar sem undirlagid tarna var klettasylla med einungis tunnu sandlagi, og tvi ekki likt og mjuk strondin. En alltent hef eg nu profad ad sofa i helli. Daginn eftir kvartadi Jon yfir klada a fotum sokum moskitobits. Eg hlo ad tvi og gaf ut yfirlysingar um ad moskitoflugur vildu ekki mitt norraena blod tar sem eg fann til ongvins klada. Stuttu seinna fann eg ad tetta hefdi verid lygi og langadi eftir tad all mjog til ad rifa af mer skinnid. Eg er to ekki jafn illa bitin og hann greyid, sem litur ut fyrir ad hafa einhvern furdulegan hudsjukdom. En alltent heldum vid heim daginn eftir og rett sluppum vid urhellisrigningu.

Daginn eftir tad akvadum vid ad reyna ad finna tonlistarhatid nokkra sem spila atti blus og folk musik, asamt Andy, odrum felaga okkar. Eftir straeto og lestarferd og langt langt labb komum vid a leidarenda og reyndust tar vera um tad bil fimm manns og stemmning i lagmarki. Vid stoldrudum tvi vid i halftima og heldum til baka, sem var langt langt labb, long long bid eftir lest og straeto komumst vid loks heim a ny. Jam, svoleidis getur madur eytt heilu dogunum i ad komast a milli stada.

En nu mun eg halda a ny til ritgerdaskrifa.   


Hakarlar og villtir kettir

Eg veit ekki hvort eg get nokkud fundid neitt gafulegt og/edur skemmtilegt til tjaningar her. Eg get hinsvegar hugsanlega sagt ykkur hvad eg hef verid ad gjora. Um helgina skondradist eg um midbaeinn likt og su rotta sem eg er, og endudum vid baejarforina a pobbarolti. En erum vid to fornarlomb tess ad vera turistar og fundum vid tvi ekki pobb ad minu skapi, tad er litinn og ellefu/dillonlegan bar tar sem hlusta ma a hljomsveitir leika sina eigin musik. Vid endudum i stadinn a irskum bar tar sem var hljomsveit ad nafni wild cats spiladi oll tau typiskustu koverlog niunda aratugarins sem haegt var ad finna. En gott og vel, eg skemmti mer nogu vel samt.

A sunnudaginn heldum vid svo til strandar, en midad vid tad ad Sydney er vid strondina tekur tad oedlilega langan tima ad komast tangad. Vid hofdum tann kost ad taka straeto nidri bae og ferju tadan, en eg taldi mig hafa fundid snilldarlega styttri leid med tvi ad skipta um straetoa i odru uthverfi. Su for tok okkur nanast 2 tima. I straeto, sem er ekki serlega yndislegt tar sem hann tarf sifellt ad vera ad fara af stad og stoppa. Vorum vid tvi farin ad orvaenta ad vid kaemumst nokkurn timann a leidarenda. En vid komumst tangad ad lokum og er vid vorum rett nybuin ad koma okkur fyrir a strondinni var tilkynnt ad allir aettu ad fara ur sjonum tar sem tad hafdi sest hakarl. Eg er ekki serlega mikill addaandi tess ad liggja bara og steikjast i solbadi allan daginn svo eg var ekki gridarlega anaegd med tad. Stuttu seinna var tilkynnt ad i raun vaeru hakarlarnir thrir. Frabaert. Ef og Jon (einn medleigjanda minna) tokum okkur ta til og gengum a hinn enda strandarinnar til ad synda. Tar var fullt af folki svo likurnar a ad hakarlinn aeti einhvern annan en okkur voru nokkud godar. Alltent er eg her enn i dag og enginn var etinn svo sagan endadi vel. Nema hvad vid akvadum ad taka ferjuna nidri bae og straeto tadan a leidinni heim en tad tok naerri tvi jafn langan tima og var helmingi dyrara. En ad visu er skemmtilegra ad sitja i ferju en straeto.

Hvad annad hef eg verid ad gera? Jubb, herrar minir og frur, eg hef verid ad laera, otrulegt en satt. Eg held ad eg hafi sjaldan verid jafn fullkomlega a aetlun med lestur. Tad stafar to hugsanlega af tvi ad tad er minna lesefni fyrir hvern tima. Og eg hef sjaldan hlustad a fyrirlestra med jafn miklum ahuga og i kursi teim er eg nefndi sidast. Eg tarf to ad fara ad skrifa ritgerdir og tess hattar svo stress og angist fer hugsanlega ad aukast af teim sokum. Sjaum til. 


Islendingur i utlondum

Sokum faedar erum vid frekar litt thektur thjodflokkur undan heimahaganna og H&Ms i Kaupmannahofn. I hvert sinn sem eg segi hvadan eg er kemur thvi thessi hissa- en jafnframt aenagjusvipur a folk sem er ad hitta Islending i fyrsta sinn. Eg held ad af ollum sem eg hef kynnst her hafi 4 hitt Islending adur, 3 teirra hofdu ferdast til Islands. Til ad byrja med fekk eg ta tilfinningu ad ef til vill vaeri madur nu svolitid einstakur ad vera fyrsti Islendingurinn sem folk hittir. Nu er tad meira svona: jaja, get over it. Og vesalings kanarnir tegar eg er med teim, enginn rekur upp stor augu og segir: wow, you're from Wisconsin, I've never met anyone from Wisconsin before... Svo tetta er klarlega mismunun a grundvelli tjodernis.

Hins vegar fyllist eg alltaf einhverri brjaladri fodurlandsast um leid og eg yfirgef klakann. I gaer minntist einn kennarinn minn a Island i framhjahlaupi og tad fyllti mig einhverju faranlegu stolti. Sem og er eg sa i frettunum i gaer ad Eidur Smari hafi skorad fyrir Barcelona.

Ekki tad ad tetta skipti neinu mali, eg vildi bara deila tessu med ykkur.

Annars, til ad baeta upp fyrir neikvaedni sidustu faerslu, ta virdist sem tad se einungis einn kurs sem er a leikskolastigi. Hinir lita betur ut og er eg meira ad segja i einum sem virdist einkar ahugaverdur. Hann fjallar um menningarbunda kynhegdun og heilsufar. Hann fjallar sumse ad nokkru leyti um svipadar adstaedur og Katla og Gulli eru ad sja med eigin augum tessa dagana, t.e hvernig valdamismunur milli vestursins og thridja heimsins endurspeglast i kynhegdun teirra a milli. Ad ollum likindum er skarra ad lesa um tad en sja tad med eigin augum.

Eg man ekki hvort tad er neitt meira sem eg tarf ad tja mig um, nema hvad kakkalakkarnir eru daudir. Eg veit ekki hvort eg kann betur vid ta lifandi en dauda, tad er ekkert serlega yndislegt ad horfa upp a ta engjast um halflifandi.

Tad var og. Eg takka teim er hlyddu.


hvadeina

Kvart:

Tetta tolvuver er omurlegt. Her er ekki haegt ad fara a msn, ne nota geisladiska. Auk tess eru tolvurnar faar. I skola sem statar sig af tvi ad hafa mestan fjolda erlendra studenta i Astraliu tykir mer frekar lelegt ad tad se ekki reynt ad gera teim audveldara ad hafa samband heim. Eg aetladi ad reyna ad setja myndir a netid en tad verdur vist ad bida.

En nog um tad. Um daginn helt eg til Mardi Gras, sem er einkar stor homma- og lesbiu hatid med tilheyrandi skrudgongu. Islensku gay pride gongunni verd eg ad segja tad til hross ad hun stenst alveg samanburd vid ta astrolsku. Hins vegar var hun vitanlega mun staerri, og folk naktara, ef til vill vegna betra vedurfars. Gallinn vid stadsetningu mina a medan a henni stod var ad eg stod naerri einhvurjum fordomafullum einstaklingum sem hefdi verid naer ad halda sig heima fyrst teir geta ekki tekid folki sem eru odruvisi en teir. Einum teirra virtist uppsigad vid allt sem gott ma teljast i tessu lifi, svosum amnesty international, og folki sem motmaelti John Howard. Fyrir ta sem ekki vita ta er John Howard rottaekari utgafan af Bush, svo fyrir mina parta ma folk motmaela honum likt og tad vill.

hmmm? Skolinn virdist all audveldur, i einum tima um daginn badst kennarinn afsokunar a tvi ad nota jafn flokin ord og evolutionism og structural-functionalism i einhverju sem a ad heita 3 ars kurs. Fyrir ta sem ekki vita ta eru tessi heiti nokkurs konar undirstada alls sem eg hef laert undanfarin 2 og halft ar og var tvi ekki ad undra ad um heila mer flygi ad nu vaeri eg studerandi i leikskola.


Haettuleg dyr

ja, tad er vist rett sem kom fram i kommentum sidustu faerslu, Astralia hefur flest banvaen dyr ad ollum londum. Fyrir utan hinar eitrudu kongulaer hefur hun vist 8 af 10 eitrudustu snakum heims (eda eitthvad alika). Svo ekki se talad um hakarla, krokodila og box jellyfish, sem er eitradasta dyr heims. Tad goda vid tetta er ad tad er ekki svo algengt ad folk se drepid af neinum tessara nema tad geri eitthvad heimskulegt. Auk tess er haettulegt ad villast i eydimorkinni, geri madur tad er madur daudans matur, sem og ad synda i sjonum tvi fyrir utan haettulegu dyrin leynast tar straumar sem geta sogad mann a haf ut a augabragdi. 1962 kom tad fyrir forsaetisradherra Astraliu og hefur aldrei spurst til hans sidan.

Ekki hafa af mer neinar ahyggjur to, tad er afar sjaldgaeft ad eitthvad komi fyrir mann, likt og adur sagdi. Daudi af voldum snaka og konguloa hefur ekki att ser stad sidan 1980 - og eitthvad tar sem motefni hefur verid fundid og madur lendir ekki i hakarls- edur krokodilskjapti nema madur syndi a aulalegum stodum. Sem eg hef ekki i hyggju ad gera. Box jellyfish byr einungis i nordur Astraliu a sumrin, og er hann hrygnir upp vid strondina er bannad ad synda tar. Strandverdirnir her tykja lika teir bestu i heimi og tvi er manni radlagt ad synda einungis a medan teir eru a vakt, en ekki ad naeturlagi, og ekki er madur er drukkinn...

Bestu kvedjur ad nedan!


Hversdagsleiki

Skoli er alltaf skoli, sama i hvada heimsalfu madur er. Tvi sat eg med hond undir kinn i fyrsta timanum a manudaginn og let mer leidast a medan kennarinn bunadi ut ur ser lysingum og skilgreiningum a formlegan hatt. En tetta litur svosem ekkert illa ut (nema hvad eg verd ad hafa 80% maetingu...) og 3000 orda ritgerd virdist alitin long. En ad visu eru taer fleiri her en heima.

En alltent, tetta er leidinlegt umraeduefni. Rett i tessu hangir kongulo i vef sinum rett fyrir framan augu min. Hun er reyndar agnarsma svo hun getur varla drepid mig, en Astralia hefur all margar eitradar konguloartegundir. Svo madur reynir ad fordast taer. Med ibudinni okkar fylgdu lika gaeludyr; kakkalakkar. Teir verda reyndar drepnir i naestu viku. Sei sei, vesalings greyin. Eg get reyndar ekki sagt ad mer finnist teir aeskileg gaeludyr en teir hafa to alltent sinn tilverurett eins og adrir og tegar teir eru kjurrir eru teir bara alls ekki osaetir. Ad visu eru teir eilitid vidbjodslegir tegar teir skjotast um med falmarana i allar attir. En svona er lifid, tad eru vist ekki allir anaegdir ad hafa ta.

Hvad annad? Lifid gengur sinn vanagang her sem annars stadar. Of mikill timi hefur farid i ad bida i rodum eftir lykilordum ad hinum og tessum netkerfum sem vid turfum ad nota her. Svo virdist sem madur turfi ad minnsta kosti fjogur lykilord fyrir fimm mismunandi kerfi og helst tarf madur ad fara a tvo stadi til ad fa hvert teirra. Og tar sem allir eru ad gera tad sama nuna eru radir alls stadar. Enn hef eg ekki nennt ad kaupa baekur tar sem ognarlong bidrod virdist vera til ad komast i boksoluna.   

Herbergisfelagar minir eru indaelir, mer er farid ad tykja einkar vaent um tau oll. Eg hef fraedst mjog um ameriska menningu og svo virdist sem hun se i alvurunni likt og i biomyndunum, sumse hlutir likt og prom, homecoming og systra- og braedrafelog. Hljomar omurlega, en hid goda er ad tau eru ekki serlega hrifin af tessum hlutum heldur.

Mer heyrist nu hljoma trumur uti, tad tykir mer ekki gods viti tar sem eg skildi eftir tvott a svolunum. Um daginn lenti eg i mestu beintnidur rigningu sem eg hef upplifad. Eg vard rennandi blaut a fimm minutum og tad myndudust um leid fossar a gotunum. Svo tad er ekki eins og madur se laus vid rigninguna. En ad visu er ekki iskalt to tad rigni, svo tad er allt i lagi.

Jaeja, eg nenni ekki ad bladra meira um ekkert... Eg sakna ykkar allra, og sumra tatta islensks samfelags einnig...

 

 


hitt og tetta

 Kanarnir virdast nu bara vera bestu skinn, eigi Bush-dyrkandi, og skyt eg a ta kaldhaednum skotum an tillits til hvort teir skilja tau edur ei. Tad er to skondid ad fylgjast med undrun teirra yfir tvi hversu amerisk menning er utbreidd, svosum eins og ad her se KFC. Annars hef ekki ekki verid ad gera mikid annad en ad koma mer fyrir, og skolinn byrjar ekki fyrr en a fimmtudaginn svo tad er kannski ekki fraleitt ad koma med ferdasogu:

jam, hvar skal byrjad....Vid forum sumse fra Alice Springs til Kings Canyon, sem er gil. I kringum tad gengum vid og vard su ganga ad eiga ser stad snemma morguns adur en hitinn yrdi of mikill og var af teim sokum vaknad klukkan fimm. Vid svafum venjulega undir berum himni, i swag, sem er i raun bara dyna. Fyrstu nottina var eg frekar ovon tvi og vaknadi um nottina vid vindkvidu, sem eg helt ad vaeri dingo sem vildi eta af mer fesid. Engar ahyggjur, tad gjordist ei og er andlit mitt nokkurn veginn eins og tid eigid ad venjast tvi, nema ogn raudara.

Tadan forum vid a tennan stad, er Uluru nefnist:

Hann er afar fagur og heilagur i augum frumbyggja. Skammt fra Uluru eru adrir klettar sem heita Kata Tutja, og tokum vid okkur gongu tar i um 32 stiga hita i nokkra klukkutima.  

Einnig gistum vid nedanjardar i opalnamubae, tar sem namumonnunum totti hagkvaemt ad bua i namum sinum og byggdu tvi hus sin inni klettum og tess hattar. Svo keyrdum vid um eydimork tar til vid komum a bondabae nokkurn, sem var einungis a staerd vid Belgiu. Sokum turrka hafa eigendur hans turft ad faekka nautgripum sinum ur 17 tusund nidur i tusund. Tar vorum vid etin lifandi af flugum. Eg sver tad ad eg skal aldrei aftur kvarta yfir flugum. Taer voru alls stadar og tad tok tvi ekki einu sinni ad berja taer af ser svo vid vorum oll spreyjandi skordyrafaelu ut um allt en tad hjalpadi ekkert.

Ae, eg nenni ekki alveg ad bladra meira, eg hefi sumse sed eydimerkur, fjoll, borgir, turr svaedi og blaut, skoga (sem Astralirnir kalla regnskoga, en eru olikir tvi sem eg myndi kalla regnskoga), obrunnin gummitre og brunnin gummitre, kengurur, emua, koala, vamba, dingoa, fugla og fullt fullt af skordyrum. Jaja, og drukkid bjor. Agaetis magn. Sumse: fullkomin snilld.

Eg er all pirrud yfir tvi ad geta ekki stillt lyklabord tetta a modurmal mitt. Tad virdist eitthvad hamla tvi ad haegt se ad setja inn nytt tungumal og tad sem er i bodi er bara kinverska.


jahm

Tad er frekar furdulegt ad vera komin med samastad, og turfa ekki ad pakka nidur a hverjum degi... eg er ekki fra tvi ad eg se med frahvarfseinkenni. Ekki sist tar sem eg er nu stodd i einhvurju uthverfi langt i burtu fra idandi borgarlifinu. Mer er skapi naest ad yfirgefa tennan skola og ferdast bara um tar til peningarnir klarast. Sem, midad vid eydslu mina undanfarid, mun trulega gjorast allt of fljott. Ad visu er eg buin ad borga fyrir gistingu naestu manudi svo eg spara a tvi. Annars gaeti verid ad eg reyni ad finna einhverja aukavinnu.

Ibudin min er agaet, eg deili henni med fjorum amerikonum. Tad er athyglisvert ad a medan eg var ad ferdast hitti eg einn amerikana, en her virdast nanast allir bandariskir. Maske ferdast teir fremur til ad laera en til ad ferdast... Svo liklega mun eg fremur kynnast bandariskri menningu en astralskri. Svo, engin kaldhaedni i 4 manudi? Eg veit ekki hvort eg held tad ut.


Komin aftur

Mikid var ad tetta blogg hleypir mer aftur ad. Sidan sidast hef eg sumse farid fra Alice Springs, i gegnum eydimorkina og til Adelaide. Tar var eg i trja daga, sem var alveg nog fyrir mig tar sem eg var ta buin ad sja nokkurn veginn allt tar sem Adelaide er ekki mjog stor. Hins vegar er andrumsloftid tar mjog afslappad og mikid um tonlist og ponkada unglinga. Til allrar ohamingju komst eg ekki a tonleika, eg fann einn stad tar sem tonlist var spilud en ekki inngang! Svo ekkert vard ur tvi. Fra Adelaide for eg til Melbourne, med vidkomu a sudurstrondinni tar sem eiga ad vera einhverjar ahugaverdar klettamyndanir. Eg og vinstulka min fra Kanada hnussudum ad tessu tar sem vid gaetum sed eitthvad alika heima hja okkur. Vid skiptum to um skodun tegar vid skodudum adal klettana og saum ta um solsetur. Tad var ekki laust vid ad tad vaeri nokkud fagurt a ad lita. Eg stoppadi einungis i Melbourne i einn dag, sem var indaell, en for mestmegnis i hangs og treytu sokum djamms kvoldid adur. Svo eigi get eg tjad mig mikid um tad. Og fra Melbourne for eg aftur til Sydney, i gegnum thjodgarda og tess hattar. Eg hef venjulega verid ad ferdast med indaelisfolki, fyrir utan orfaa treytandi einstaklinga. Innan um eru einnig snillingar a ferd. Fra Alice Springs var leidsogumadur okkar afar fyndinn, hann leit ut eins og bualfur. Sum ykkar hafa kannski sed myndir af honum, tid hin erud ekki utvalin (eg kann ekki ad lata alla sja tetta a shutterfly). 

 Tar til sidar, Helgmunda


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband