Alice Springs

Eg for fra Sydney i gaer, en tad tok 3 tima ad fljuga hingad, sem segir eitthvad um vegalengdirnar herna - en AS eru u.t.b inni i midju landi. Tetta er meiri Astralia eins og madur imyndar ser hana, frekar litill baer i midjum obyggdunum. Eg veit ekki hvort tetta vaeri nema a staerd vid Selfoss ef ekki vaeri fyrir turismann, en tad bua vist um 25.000 manns herna. Manni finnst eins og tad seu faerri tvi midbaerinn er ekki nema ein gata. Budirnar eru einungis tvenns konar: turistabudir sem selja annad hvort utilegubunad og minjagripi, og svo budir fyrir innfaedda sem selja adallega landbunadarvorur. Tetta er reyndar svolitid eins og eg imynda mer midvesturriki Bandarikjanna. Her maetir madur sumse skeggjudum monnum sem greinilega vinna alla daga uti i solinni og lita ut fyrir ad tala ekki oft vid folk, sem keyra um a pikkuppum og frekar sjuskudum trukkum. Her ser madur lika frumbyggja (adur en eg kom hingad hafdi eg einungis sed fimm), sem sitja venjulega i litlum hopum her og tar. Ef madur hins vegar gengur inn i minjagripabud er nokkud oruggt ad madur finnur frumbyggjalist i miklu magni og a uppsprengdu verdi, en aldrei frumbyggja ad selja hana. Annars hef eg ekki gert neitt gridarlega mikid i dag, alla jafna er ekki mikid haegt ad gera her - og i dag er tad jafnvel enn minna tvi tad er thjodhatidardagur Astrala og allt lokad. Eg hef to ekki ordid mikid vor vid hatidarhold en tad er kannski ekki ad marka tar sem eg er in the middle of nowhere.

Annars eyddi eg gaerkvoldinu i spjall vid trjar stulkur sem eru med mer i herbergi. Vid vorum sex tar allt i allt, en tvaer danskar stulkur voru svo upprifnar yfir sjonvarpsefninu ad tad fekkst vart ut ur teim ord, heldur einungis skrikjur og glediop vegna ospilltrar hamingju teirra yfir ad sja King of Queens. Taer eru nu farnar, og tvaer af hinum. I stadinn komu fjorar konur, sem voru saman i einum hop. Teim ma helst lysa sem ameriskum turistum, to tvaer seu reyndar tyskar, ad eg held. Med tvi a eg vid folk sem gerir ulfalda ur myflugu. Ae, tetta er kannski domharka. Su sem eg adeins talad vid virdist indael.

Nu tekur bara vid: Kings Canyon a morgun og Uluru dagana tar a eftir -2 naetur. Svo forum vid vist i einhverja undirheimaborg og eg veit ekki hvad. Eg vona bara ad eg lendi med skemmtilegu folki.


Almennt bladur

Hae, hae. Eg aetla bara ad lata vita af mer, eg veit ekkert hvad eg a ad skrifa herna nema ad eg skemmti mer vel, sidastlidnum kvoldum hef eg eytt a barnum med herbergisfelogum minum sem eru allir mjog finir, en folk er natturulega ad koma og fara. Eg hef ekki hitt neinn sem er lika a leidinni til Alice Springs svo eg mun kannski enda uppi ein tar og fullkomlega steikt. Annars er rigning herna nuna svo tad verdur kannski bara fint ad komast i sma sol tarna upp fra. Jamm jamm, svo er eg buin ad vera ad tramma ut um allt svo eg er komin med all miklar blodrur a faeturna og er tvi oll ut i plastrum.

Og jam, er eitthvad ad fretta ad heiman, annad en handboltinn (astralir eru augljoslega ad reyna ad breyda yfir osigur teirra med tvi ad raeda ekkert um HM, i stadinn er synt fra einhverju tennismoti 24/7)?

Tar til naest,

Helga


Upp og nidur...og upp aftur

jam, med tvi a eg vid skap mitt. Tad er helst sokum tess ad eg hef att afar erfitt med svefn, t.e.a.s a naeturnar, tar sem eg hef venjulega vaknad upp um midja nott og ekki getad sofnad aftur. Dogunum hef eg svo ad sama skapi eytt i svefnmoki. Trulega hefur tetta eitthvad ad gera med timamismuninn. Tegar madur vakir heilu naeturnar og hefur ekkert ad gera fer madur osjalfratt ad hugsa um ymislegt, t.d hef eg verid ad reikna heilmikid, og var farin ad ottast tad ad geta ekki ferdast eins mikid og eg vildi og lifad. Tannig ad annad hvort tyrfti eg ad lifa a nudlusupu i sex mandudi og fara i eydimerkurferd eda sleppa ferdinni og hanga i Sydney og eytt pening tar. Tad totti mer to ekki spennandi tilhugsun tar sem mer finnst all mjog mikid skemmtilegra ad ferdast um obyggdir en borgir. En nu horfir tetta betur ut tvi eg er buin ad kaupa ferd a godu verdi og tvi litur ut fyrir ad eg geti gert hvort tveggja, ferdast og bordad. Eg mun tvi fara fra Sydney a fimmtudaginn til Alice Springs, sem er u.t.b i midri eydimorkinni. Tar verd eg i tvo daga og fer svo til Adelaide, en tar verd eg 3-4 februar. Tarna a milli verd eg tvi liklega ekki i sambandi vid umheiminn svo ekki lata ykkur bregda to ekki heyrist i mer. Fra Adelaide mun eg fara til Melbourne og verd tar 8 feb. Hvad eg geri svo er oradid, hugsanlega skondrast eg upp med austurstrondinni i rolegheitunum. Annars er eg buin ad vera ad rolta um Sydney tegar eg hef verid vakandi ad undanfornu, og buin ad skoda operuhusid og hofnina og tad allt.

Hitt sem eg hef verid ad hugsa ad naeturlagi er hvad eg sakna ykkar allra mikid. Tvi taetti mer ekki leidinlegt ad fa email eda slikt (ef tolvan fyrir austan er enn i kassu getid tid ritad i word og latid gudnyu senda tad). Eg veit nefnilega ekki hversu oft eg get hringt, tad er helst eldsnemma a morgnana her eda seint a kvoldin. Tad eru teir timar sem eg hef helst getad sofid a ad undanfornu en sjaum til hvort tad lagist ekki bratt.


komin

Og nu er eg tar. Sydney virdist indaelisborg og Astralia fagurt land, tad sem eg hef sed hingad til af tvi, t.e.a.s. Eini gallinn er sumse ad komast hingad. A leidinni var eg ordin tess fullviss ad eg mundi ekki nenna ad leggja a mig slikt flug aftur en nuna tegar eg er buin ad sofa adeins er finnst mer tad ekki eins ognvaenlegt. Eins fannst mer morgunsolin full sterk i flugtreyttum augum minum tegar eg gekk ut af flugvellinum i morgun og ottadist eg ad eg myndi steikjast vid tad sama. En hun venst um leid og er hitinn her bara mjog taegilegur.

Faridi vel med ykkur oll saman, eg vona ad tid komist af an min (eg vona lika ad eg komist af an ykkar).

Bless i bili

Helga 

 

 


Sydney

Bráđum verđ ég ţarna:

index_sydney_skyline

 

 


« Fyrri síđa

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband